ég á þessa vinkonu sem hefur alltaf verið frábær og stutt mig þó ég hafi þekkt hana stutt
en jæja, mig langaði að gera eitthvað fallegt fyrir hana, svo að ég tók mig til og fékk að vita í hvaða bekk hún væri og á hvaða hæð hún yrði klukkan um svona hálf eitt
ok hún er í 3.C og yrði á 4 hæð í Verzló
ok ég fer niður í blóma búð og kaupi eina rauða rós handa henni og kort sem á stóð “fyrir að vera Daman mín, frá Herramanninum”
vinur minn fór með mér útaf 2 ástæðum 1.hann var að fara að vinna í kringlunni 2. mig vantaði stuðning ég gekk á 4 hæð og gekk á 1. stofuna sem ég sá og spurði um 3.C og fékk það að hann væri aðeins innnar, gekk á næstu stofu og fékk það að þau væru í stofu 4…ég bankaði þar en þá kom þessi dönskukennari og byrjaði að tala við mig svo hratt á dönsku að ég skildi hana ekki og hún ætlaði að reka mig út..en þá sá hún rósina og hætti við og spurði hvað ég væri að gera, ég sagði henni söguna af henni vinkonu minni og hún varð strax betri og sagði mér að þau hefðu skroppið niður í ritver á 3.hæð, ég gekk þangað með hnútinn í maganum og bankaði þar upp á, spurði hvort þetta væri 3.C og svarið var já, kom auga á vinkonu mína sem var upptekin við að horfa á tölvuskjáinn, ég gekk að henni og rétti henni rósina, kyssti hana á kinnina og sagði “fyrir að vera daman mín” og faðmaði hana svo, því næst baðsta ég afsökunar á því að hafa truflað tímann og gekk út, rétt náði strætó og hljóp svo inn í listatíma í FB
ég hringdi í hana áðan og hún sagði að hún bara ætti ekki orð yfir mig því þetta var svo yndislegt af mér…
já það er gott að gera svona elskulega hluti, það sýnir bara að mannir er annt um hvort annað
:)
Kveðja - Matti<br><br>Kveðja Matti
————————————————-
ég veit hvar bgates(spammarinn afhuga) á heima, áhugavert ekki satt ?
Bro's before Ho's