Svona er mál með vexti að ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í fjögur ár eða frá því að við vorum 13 ára gömul. Við elskum hvert annað og virðum hvert annað, deilum skoðunum, rífumst sjaldan og stutt nema um eitt málefni. Kynlíf. Ég vil ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband og hann skildi það ekki og miskildi mig alveg 100%! Hann héllt að ég væri þá búin að gera geðveigt plan um framtíðina, þið vitið, kjóll og hvítt,strákur og stelpa, tveggjahæða hús, bíll og hundur, þið vitið bara allur pakkinn! Svo hann panicaði algjörlega og hefur ekki talað við mig í TVÆR vikur, og við búum á Húsó og hann yrðir ekki á mig þegar við hittumst utá götu og þetta samband er að slitna út af smá misskilningi en hann vill ekki hlusta á það sem ég hef að segja og svarar ekki þegar ég hringi, ég sendi hounum svo bréf sem hann endursendi svo!!!!!!!!!!
Ég bara veit ekki hvað á að gera og ég vil alls ekki missa hann, þigg öll ráð nema þau sem innihalda að ég eigi að fremja sjálfsmorð, drepa hann, ríða honum fyrir hjónaband eða fremja fjöldamorð eða eitthvað í þeim geira.