Já, þá er komið að því, ég er að senda inn grein…
Þetta er soldil rómantík þar sem þetta snertir hrifningar.
Málið er að ég fell ALLTAF fyrir síðhærðum strákum, ekki allveg sítt en svona smá.. svona eins og margir strákar eru í dag, í mesta lagi niður á axlir og það tel ég pínu of sínt, þannig að það er svona aðeins fyrir neðan eyru.. soldið lengra..
Ég skil það ekki allveg, ég sé síðhærðan strák og þó hann sé kannksi ekkert gegt fallegur þá bráðna ég, síðhærðir strákar eru bara málið hjá mér..
Ég hef verið hrifin af þónokkrum strákum undanfarið.. alltaf að skipta.. og þeir hafa allir verið síðhærðir.. rosalega skrítið finnst mér og ég var að hugsa um, hvað er það sem heillar mig svona við þá??
Stundum þegar ég er á leiðinni heim í strætó eða e-ð sé ég síðhærðan strák koma í strætó og þá er ég ekki að taka eftir hinum strákunum, þessum verzlingum sem ganga algerlega út í útlitið, ég horfi bara á þann með síða hárið..
Hjálpið mér.. afhverju er þetta svona hjá mér?