Hæhæ, ég er ný hérna og er með smá vandamál!
Sko, ég er GEÐVEIKT hrifin af strák sem að er geðveikt góður vinur minn… Vinkona mín er smá skotin í honum og hún veit alveg að ég er geðveikt hrifin af þessum strák.. Okei, köllum strákinn X og stelpuna Y!
Ég er hrifin af X! Y er smá skotin í honum….Y veit að ég er hrifin af X. Ég sagði Y að ég væri hrifin af X og sagði ekkert ætla að gera neitt í málinu ef að hún væri geðveikt að spá í honum því að ég er góð vinkona…! Y sagði já við erum náttla að spjalla svo mikið saman.. Ég hef þekkt X miklu lengur og var einu sinni með X! Við hittumst miklu oftar. Y hittir X kannski svona 2 á mánuði…! Ég veit ekki hvort að X hafi áhuga á mér, en ég veit að X hefur smá áhuga á Y því hann sagði mér það….
Mig langar rosalega að segja X að ég sé hrifin af honum (ég er sko GEÐVEIKT hrifin af honum) en ég vil ekki eyðinleggja það sem við eigum ef hann er ekkert hrifinn af mér! Við vorum ekki vinir í langann tíma eftir að við hættum saman og núna erum við soldið close…. Ef ég X þetta og hann verður geðveikt hneykslaður á ég eftir að sjá eftir að hafa sagt honum þetta!
Þannig að spurningin er… Hvað á ég að gera?