þannig er mál með vexti að ég er mjög hrifinn að einni stelpu. Við eigum margt sameiginlegt t.d. erum við bæði að æfa handbolta hjá sama liðinu. Hún kemur annarslagið að horfa á æfingu og ég einnig. Við tölum mikið saman á msn og hun segist alltaf vera að horfa á mig þegar hun kikjir á handboltaæfingar. Ég tala sjálfsögðu við hana og segi að hun sé geggt sæt og svona. Svo í kvöld segist hun ekki geta beðið eftir að sjá mig á handboltaleik sem er í kvöld(í meistaraflokki) og ég veit eigilega ekkert hvað á að gera :(
Ég veit að hún ætlar með vinkonum sínum á leikinn. Á ég að fara með einhverjum vini mínum og bara hitta hana á leiknum eða bara fara einn og sitjast við hliðina á henni??? Hún er sko buin að segja að henni hlakki geggt til… Plz, hjálpiði mér sem fyrst !!!