,,Guð skapaði mannin í sinni mynd. Skapaði, ekki getur karlmaðurinn skapað mann í sinni mynd er það ? Nei, bara kvennmaðurinn. Það segir okkur að Guð sé kona.´´
Þetta er dæmi um ömurlega og vanhugsaða rökfærslu. Gefum okkur að kvennmenn geti með einhvers kona kynlausri æxlun skapað eitthvað sem lítur nákvæmlega út eins og þær. Guð skapaði líka himinn og jörð og öll dýrin í heiminum. Þú hlýtur þá að vera að segja að einungis konan geti skapað himinn og jörð og öll dýrin í heiminum. Guð á að vera yfirnáttúruleg vera sem skapaði alheiminn ég held að hann gæti vel ráðið við það ( eftir að hafa skapað milljónir annarra tegunda) að skapa manninn hvort sem hann sé karl eða kona. Þetta er eitthvað svo svakalega vanhugsað hjá þér. Hvernig heldurðu að börnin verði til? Bara allt í einu verði konan ófrísk? Nei það þarf að eiga sér stað getnaður. Þess vegna geturðu ekki notað þetta sem rök og það fer mjög í taugarnar á mér að þú skulir hafa reynt.
,,Það var karlmaður sem skrifaði Bibblíuna þess vegna halda flestir að Guð sé karlmaður. Það ógildir þau rök fyrir því að Guð sé kk. orð og þessvegna sé guð karl. Karlar á þessum tíma hefðu aldrei viðurkennt að guð væri kona því karremban var í hámarki.´´
Hérna varstu náttúrulega alveg í ruglinu. Ég skil ekki einu sinni hvað þú ert að reyna að segja. Þú segir það var karlmaður sem skrifaði biblíuna og þar af leiðandi geti guð ekki verið karlmaður. Auk þess segirðu að vegna karlrembu hefðu karlmenn aldrei viðurkennt að guð væri kona. Þetta er einfaldlega fullyrðing út í loftið. Til að mynda voru Indverjar, Egyptar og Grikkir með marga kvennguði þrátt fyrir alla karlrembuna. Grískar og Indverskar konur réðu þó minna yfir sér en til að mynda Súmerskar konur og konur af fleiri ættbálkum í Litlu - Asíu.
,,Ég er hinsvegar að tala um minn/mína guði/gyðjur.. en það eru kvennmenn. Það allra besta sem gerist í heiminum er þegar stúlkubarn fæðist.´´
Það gæti vel verið að þú líkir kvennkyninu við guðlegar verur. Hver gerir það ekki. En þá er orðaröðin líka vitlaus hjá þér. Þá ættirðu frekar að segja konur eru gyðjur.
,,Hvaðan kemur þetta frumlegheit og heimska ? Segir sjálfur að það sé ekkert sagt um kyn guðs í biblíuni en samt segiru það heimsku að segja hann konu, þetta er ekkert nema skot í fótin.´´
Ég veit nú ekki hvaða pistil þú varst að lesa. Það sem ég sagði var að það er aldrei sagt beint í biblíunni:,, Guð er karl´´ það er einungis gefið í skyn í allri bókinni sem var skrifuð á öllum þessum árum, af öllu þessu fólki og sett saman úr öllum þessum bókum. Ég held að það sé engin tilviljun að þau sem skrifuðu bókina hafi öll gefið sér það að guð væri karl. Það var almennt álitið.