Ég tala af reynslu:
höfum ekki tíma
Ég er búin að vera með strák í rúman mánuð og við vorum búin að vera næstum óaðskiljanleg í svoldinn tíma áður en við byrjuðum saman. En svo gerðist það að verkfall framhaldsskólanna var leist og hann þurfti að mæta í skólann aftur. Hann er yfirleitt í skólanum langt fram á kvöld eða þangað til ég fer á æfingar, þegar ég er búin á æfingu er stutt þangað til að strætó hættir að ganga til mín. Ég er að klikkast á þessu mér finnst við aldrei hafa tíma hvort fyrir annað og ég fæ næstum enga athygli frá honum. Svo veit ég að honum finnst leiðinlegt að tala í síma svo ég vil helst ekki hringja í hann . Ég veit ekki hversu lengi ég þoli þetta í viðbót en ég vil samt ekki missa hann