Ég á i vanda..:(
Málið er það ég er ástfanginn af 2 manneskjum, önnur er kærasta og hin vinkona mín “sem er besti vinur”, eins og hlutirnir eru núna þá er hún flutt til útlanda og verður þar í 6 til 12 mánuði.. Þegar við erum saman þá lítum við út eins og par “knúsum hvort annað og látum eins og kærustupar, Nema að við erum ekki saman OG við kyssumst ekki né förum saman í rúmið” Hún fór fyrir 3 dögum og mig svíður í hjartað hvað ég sakna hennar og hvað mig langar að fá hana aftur til mín..
Síðan er það kærastan sem æðisleg stelpa sem er líka góður vinur og félagi, við hugsum svipað og erum perfect couple í augum annara.. Hún gerir allt fyrir mig og ég geri allt fyrir hana! Hún skilur vel vináttu mína við þessa stelpu og virðir hana. Málið er samt ég er ástfanginn af tveim manneskjum sem eru nánast fullkomnir vinir og núna ég myndi gefa allt til að hitta vinkonu mína og fá að faðma hana. Mig grunar að hún sé hrifin af mér og mig grunar líka að hún viti ég sé ástfanginn af henni, við erum búin að þekkjast í 2 ár og þessi tilfinning sem ég er að upplifa núna er söknuður sem maður ber til kærustu..
hvað á ég að gera útaf þessu??