Er einhver hér sem á mjög mislynda/mislyndan elskhuga? Eða ætti maður að segja kærasta/kærustu?



Ég á kærasta sem á til að vera annaðhvort í mjög góðu eða mjög vondu skapi…en það seinna kemur sjaldnar, þ.e.a.s. fýluköstin. Hann er voða viðkvæmur en þykist harður af sér, samt er eitthvað sem maður hefur sagt sem maður hefur ekki hugmynd um sem hann fer í fýlu útaf og svarar mér grimmdarlega…ekki finnst mér ég eiga það skilið og ég kvarta á móti og þá förum við asð rífast. En hann er oftast besta skinn.
Við höfum ekki tamið okkur þá reglu að sofna ekki ósátt eða skiljast ekki að úr húsi ósátt. Nú áðan vorum við ósátt útaf einhverju sem ég hef ekki hugmynd um…því eitthvað hef ég sagt en ekki tekist að draga það útúr honum. Þetta var mjög niðurrífandi og hann getur verið svo ósanngjarn stundum gagnvart mér! Nú skildum við að ósátt og ég gæti grenjað, því mig langar svo að losna við sára kökkinn úr hálsinum!!!

Síðustu dagar eru búnir að vera yndislegir, búin að vera á sífelldum ferðalögum og bestu vinir ever! Það er svo yndislegt, og það sem ég hata mest af öllu er hvað svona rifrildi geta sært mann. Auðvitað eiga allir rifrildi, ekkert er fullkomið! En rifrildi geta verið mismunandi. ÞEtta er kannski útrás sem maður ÞARF að fá stundum. Ég bara varð að skrifa þetta niður til að létta af mér. Vinir hans segja að hann sé svo yndislegur og góður strákur og það er hann sko…ég neita ÞV'I ekki, og margir vinir hans eru afbrýðissamir útí okkar samband(halda að við rífumst aldrei og að allt sé fullkomið). En eru ekki öll sambönd svona?

Það fer í taugarnar á honum hvað ég fer í baklás þegar hann fer í fýlu og rifrildin eru oftast um ÞAÐ. Ég bara þoli ekki þessi dónalæegu og hranalegu svör…tónninn er einsog hann sé að segja að ég sé aljört fífl og eigi ekkert gott skilið…hann hlýtur bara að vera svona óöruggur með sjálfan sig! Ég forðast oft að tala þegar hann er í fýlu, bara af því að tónninn í honum særir mig, ég vil að fólk sé kurtesit. Ég er við fólk einsog ég vil að fólk sé við mig…en ég blæs á þá helvítis kenningu!!!!!! Það er litið á mann grimmum augum ef maður er góður…allir eiga að vera vondir…neinei ég segi bara svona. Ég hef bara þá reynslu að sumir sem maður er almennilegur við, hafa tækifæri til að vaða yfir mann ef maður er almennilegur. Ég ætla ekki að alhæfa, því ekki eru allir eins.

Ég held ég þurfi að fara á ákveðninámskeið GUÐ HJÁLPI MÉR!!!!! Þá yrði minn ánægður með mig held ég!!!!! Ég hef alltaf þurft að fara á þetta námskeið. Það hlýtur að koma betri líðan!!!!