Oki þetta verður ekkert langt, en ég vona samt að þetta verði samþykkt sem grein því að það eru meiri líkur að maður fái fleiri og skemmtileg svör hér en á korkunum.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort aldursmunur skipti miklu í samböndum.
Í rauninni finnst mér það ekki skipta neinu þegar strákurinn er eldri en viðhorfið breytist þegar stelpan er eldri, mér finnst það bara ekki eðlilegt þannig séð(veit ekki af hverju, hugsa bara solleis)
Skiptir aldursmunurinn svona miklu máli eða er þetta bara einhver vitleysa í mér?
Til dæmis ef að stelpan er 20 ára og strákurinn 17, mynduð þið leggja út í samband á þeim aldri eða á svipuðum aldri?
Það væri mjög gaman að sjá hver svörin verða og hvort að einhverjir hafi prufað svona samband.