Kærasti minn á vin sem byrjar með stelpum með stuttu millibili og er mjög örvæntingarfullur. Aðeins fer hann eftir útliti og því hvað þær gera dagsdaglega. T.d. er hann búinn að finna “draumaprinsessuna” eins og hann segir í hvert skipti. Hún lítur nákvæmlega út einsog hann vill og hún hefur áhuga á myndlist eins og ég(hann sagði við kærasta minn: Loksins fann ég myndlistaáhugakonu eins og þú. Við erum heppnir vinir haaa). Kærastinn minn var hneyklsaður en sagði bara jájá. Hann vill aðallega(einsog flestir) finna þá sem passar við sig…ekki bara hvað hún gerir eða hvort hún sé rík eða fátæk.
Mér og henni kom mjög vel saman og gátum talað um ýmislegt. Hún ætlaði í inntökupróf fornámsins í Myndlistaskólanum, en hætti við það! Hvað ætli vinurinn geri þá? Á hann þá bara ekki eftir að dömpa henni? Hún er mjög vel gefin og góð og sæt stelpa en mér finnst þau ekki eiga neitt sérstaklega vel saman.
Hann dæmdi hina á undan fyrir að geta lítið í einu spili þegar við vorum að spila við þau, hann var búinn að gefa henni rándýrt armband og bjóða henni til Grikklands(eftir 3ja-4ra mánaða samband!).
Hann hefur örugglega margt að bjóða og er mjög vinsæll og skemmtilegur í partýum ofl. en það er ekki nóg. Hann er of stórtækur. Eða hvað finnst ykkur? Þekkið þið einhvern sem hafa viljað einhverja/einhvern eftir því hvað hann/hún gerir? Ekki hvernig manneskjan er? Ég á eftir að vorkenna henni, því hann hélt framhjá hinni. Hún spurði mig hvernig hann væri, og hvernig vinir hans hafa talað um hann(því þegar við hittumst voru þau búin að hittast 3svar og aldrei kysst né hitt og hún sagðist ekki þekkja hann neitt). Ég sagði auðvitað allt hið góða, að hann væri vinsæll og skemmtilegur, en sjálf hitti ég hann sjaldan, því þetta er ágætis kunningi kærasta míns og eru þeir 110% ólíkir.