Kærastan mín er frekar hörð á því að ég sé að fara út á fyllerí og svona, væri til í að fá smá aðstoð um hvað ég ætti að gera.
Ég ætla t.d pottþétt eins og flestir sem eru að taka samræmdu prófin að drekka eftir þau. En henni lýst alls ekkert vel á þessa hugmynd.
Ég hef spurt hana hvað er að.. en hún segir bara:“Æji bara mér finnst þetta bara leiðinlegt”
Ég er búinn að bjóða henni að koma með ég er búinn að segjast ætla að hringja í hana allan tímann sem ég væri úti að skemmta mér
en hún segir að drykkjan höfði bara ekki til hennar.
Einhver með einhverjar uppástungur.
Eftirfarandi kemur <b>ekki</b> til greina:
-Hætta með henni (ég elska hana!!)
-Segja henni að þetta sé mitt líf, fara til helvítis and so on..
-Ég vil alls ekki stofna þessu sambandi í hættu !
Bara.. tilbúinn.. ?