oki, þannig standa málin hjá mér…..
Ég er núna búinn að vera með stelpu í hálft ár og við höfum verið mjög ástfangin og planað framtíðina og svona voða væmið og gott =) (erum í 1.bekk í menntó) en vandamálið er að ég verð stundum svo ofboðslega pirraður út í hana, erfitt að útskýra afhverju, talar um aðra stráka, nennir stundum ekki að gera hluti fyrir mann osfr.
Nema hvað ég hef stundum orðið mjög “fúll” en þá segir hún ekki neitt og alltaf jafn gaman hjá henni alla daga, ég hefði auðvitað átt að tala bara við hana og segja henni hvenig mér líður, en nei. Ég var svo mikill hálviti að í gær þegar ég varð eitthvað pirraður út í hana, þá fór ég bara burt þar sem við vorum og sendi henni sms og sagði: að ég held að þetta samband gengi ekki lengur…. mér var alveg nóg boðið og hélt greynilega að þetta mundi lagast.
En svo sá ég að þetta var fáranlegt og vonaðist til þess að ég gæti tala við hana og lagða þetta. Svo hittumst við í skólanum í dag og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá hana leiða. Við urðum samferða heim en ég var svo sár þegar ég var að tala við hana að ég náði varla að segja það sem mig langaði að segja og nú verð ég að redda þessu, því annars á þetta aldrey eftir að lagast…. þetta var svo happy hjá okkur ;)
Þá langar mig bara að fá smá ráð um hvernig væri hægt að sættast við hana…..
…. vá… þetta var væmið og langt =)