Ok þannig er mál með vexti að ég er að pæla í 2 strákum…
Ég ætla að lýsa þeim báðum og fá svo álit…
Fyrst er það strákur sem ég er búin að vera hrifin af lengi. Hann er frábær og allt það, og hann segist allavega vera að pæla í mér og annari stelpu sem er mjög góð vinkona min en hún er ekkert hrifin af honum… Það sökkar!
Hann er samt líka stundum mjög stríðinn og fer soldið í taugarnar á mér stundum.
En aftur á móti er mjög auðvelt að tala við hann um allt sem manni liggur á hjarta!
Svo er það hinn strákurinn sem er einn af bestu vinum hins stráksins. Ég er ekki búin að þekkja hann svo lengi en við erum góðir vinur og hann er nýbúin að segja að hann sé hrifin af mér.
Ég smsast við hann á hverjum degi og hann er mjög skemmtilegur.
Hann er bara eikkað svo feiminn og tilbaka að það er erfitt að tala um eikkað sem skiptir máli við hann.
Nú verðið þið að hjálpa mér… Hvor er betri að ykkar mati??
Takk…
-bibbiliusa-