Mig langar soldið að svara þessu, þar sem ég er alltaf að komast að því hversu heppin ég er, og að kallinn minn er eiginlega too good to be true.
Það sem ég vil hafa og hef í mínum maka, er að hann er ótrúlega rómantískur, hann tjáir tilfinningar sínar, byrgir ekki allt inni eins og margir aðrir karlmenn vilja gjarnan gera (gott dæmi er minn fyrrverandi).
Fjölbreytni, bryddar oft upp á einhverju nýju, og þá er ég ekki að tala um í kynlífinu, heldur bara eitthvað til að gera á kvöldin og um helgar.
Hann tekur manni ekki sem sjálfsögðum hlut, þ.e. núna er hún mín, núna þarf ég að hætta að reyna, ef þið vitið hvað ég meina, aftur get ég tekið gott dæmi, minn fyrrverandi, loksins þegar hann við byrjuðum saman, vorum nefnilega búin að vera lengi vinir, þá þurfti hann ekki lengur að reyna að ganga í augun á mér og vera skemmtilegur, þá kom hann allt öðru vísi fram við mig. Sem mér finnst vera mjög lélegt.
Hann þarf að vera fyndinn, barngóður, handlaginn (kannski samt ekki númer eitt, tvö eða þrjú) en samt góður kostur. Og minn er það :)
Svo þarf hann að kunna að elda, og helst nota þá færni, ekki bara nóg að vita af því.
Þetta er svona það sem ég vil hafa og hef í mínum maka.
Þannig að…ég ætla bara að halda fast í mitt eintak af hinum fullkomna karlmanni :)