Ok, núna ætla ég að demba þessari spurningu á ykkur, “Er til sönn ást?”, og koma með nokkrar asnalegar hugsanir af mínum toga sem ég hef verið að hugsa út í..
Spurjið ykkur, mynduð þið byrja með örðu fólki sem ykkur findust vera ljótt?
Meina, það eru ekki margir sem hugsa “Hmm, þessi er ljót(ur), best að bjóða henni(honum) út.
Ok, segjum svo að sú persóna sé kannski með frábærann persónuleika, en þið mynduð ekki vilja kynnast henni(honum) því hún(hann) er svo ljót(ur).
Segjum þá!!: Mynduð þið fara út með henni(honum) ef þið væruð blind og vissuð ekki hvernig hún(hann) liti út? Meina, já, kannski, því þá væri ekkert nema persónuleikinn eftir, kannski passið þið geðveikt saman og eigið langa og góða æfi saman.
Hvað segir það okkur um ástina? Þurfum við að vera blind til að sjá hana?
Hvort er ást byggð á ”skemmtileg manneskja maður“ eða ”vá, hún er með flott brjóst“? Þetta fyrsta hefði ég haldið. Hvernig á þá ”ljóta“ skemmtilega fólkið að reyna að koma vel við fyrstu ásjónir ef fólk vill ekkert kynnast ljótu fólki?
Ég er ekki að segja að ég sé neitt á móti ljótu fólki, sjálfur er ég ekkert augnayndi, en hvað segja sumir? ”Það er ekkert ljótt fólk, við erum bara misfallegt.“
ok, hver bjó til orðtakið ”ljótur“? Menn, þeir gerðu það til að aðgreina fólk sem er, sérstakt á sinn hátt, bara á þann hátt sem annað fólk líkar ekki, segjandi að hann sé þá, eins og áður sagt, ”ljótur“. Af hverju segið þið að enginn sé ljótur þegar það er búið að finna upp sérhugtak fyrir útskúfað sérstakt fólk, ”ljótt fólk“?
Ekki svara því þið haldið að þið verði dæmd, ég segi þetta sé bara almennt, þótt ykkur finnist hún(hann) ljót(ur) þarf hún(hann) ekkert að vera það. Bara persónulegt álit.
Kannski maður fari bara í ræktina, kaupi sér flottan bíl, fari í lýtaaðgerð og fari og nái sér í draumadísina sína og lifi hamingjusamur(-söm) til æfiloka. Kannski maður geri það ”ekki", og gerir líkur sínar til að heilla draumastelpuna sína að engu. Hvílík draumadís.
Af líkama og sál… Því miður til að koma sálinni á framfæri, þarf líkaminn að koma vel fyrir.
Er til ást við fyrstu sýn? Eða er það bara hreinn losti?
Ég held losti….
Ekki dæma mig hart út af þessari grein, þetta eru bara hugmyndir og ég vill bara vita hvort fólk sé á sama máli..