Ég er soltið hrifin af einum strák sem að er gett góður og mig langar gett að “kynnast honum betur” (eilla bara að byrja með honum) en málið er að það er ein stelpa sem að hefur ekkert smá mikið forskot á mig, hún er vinkona mín, býr erlendis en flytur hingað í sumar - byrjar í skólanum okkur og í bekk með honum.
Þau eru bæði sona að spá doltið mikið í hvort annað, sem sagt ég á ekki einu sinni smá séns.
Svo var vinkona mín með honum í nokkra mánuði og hún var alveg ótrúlega hrifin af honum þá, og er eilla ennþá held ég alla vega hatar hún þessa stelpu sem býr erlendis en hún viðurkennir það ekki, segist meira að segja ekki vera hrifin af honum - en ég veit betur!!
Jæja þessi vinkona mín sem var með honum segir núna loksins hvað hann sé ömurlegur og leiðinlegur og allt það.
Ég er alveg ótrúlega hrifin af honum og læt ekki þær stoppa mig en það er annað sem heldur aftur af mér og það er þessi helvítis feimni sem að heldur mér í búri. ég er svo feimin að það er ekkert eðlilegt, þori ekki að hringja í hann eða neitt. og svo er ég svo feimin hérna heima að ég myndi aldrei þora að koma með hann heim nema ég væri örugglega ein heima og svo ekki sé nefnt hvað ég yrði feimin við hann þegar að ég væri að reyna að komast að hjá honum.
ég er þrettán ára, bara svo þið vitið það ef þið ætlið að gefa mér ráð því að aldurinn getur skipt máli þegar að kemur að þessum málum!! endilega hjálpið mér.
ps. ég er með mjög lítið sjálfsálit, er pínu þybbin þótt að fólk taki ekki mikið eftir því!
HJÁLPIÐ MÉR GERIÐ ÞAÐ PLÍS!!! ÉG ER Í NEYÐ!!! takk<br><br>kv. syndaselur :o)
kv. syndaselur :o)