Mér finnst aldursmunur allt í lagi meðan fólk er á sömu línu. Bróðir minn lenti í því þegar hann var 26 ára og skilinn að hann byrjaði með stelpu sem var 20. Hann var að kaupa sér íbúð þegar þau kynntust en hún var ekki komin með neinn áhuga á því og þegar hann ætlaði að vinna yfirvinnu til að eiga uppí afborganir, þá fór hún bara í fýlu því hún vildi bara að hann væri heima hjá sér. Hins vegar ef hann hefði náð í eina þroskaða 20 ára, þá hefði hún alveg getað verið á sömu línu og vilja vinna í því að eignast eitthvað líka.
Vegna þess að fólk þroskast yfirleitt mikið á árunum milli 15 og 25, þá er virkar aldursmunur á þeim aldri miklu meiri en seinna. Það er t.d. miklu meiri munur á 15 og 25 en á 25 og 35. Þess vegna finnst mér að fólk á aldrinum 15-20 ætti ekki að fara meira en +/- 1-2 ár og 20 - 25 ættu ekki að fara mikið meira en +/- 3-4 ár en eftir það finnst mér allt ganga.
Strákar sem eru 16 og eldri þurfa líka að athuga að þó stelpa sem er 14 eða 15 sé lögleg veiði, þá eru lögin þannig að hana má ekki tæla með gjöfum eða blekkingum þannig að ef hann gefur kærustunni eitthvað og þau eru að sofa saman og foreldrar hennar frétta það og eru ekki sátt við sambandið, þá geta þau kært hann. Það er líka spurning hvað 20 ára gamall maður ætlar að gera með 16-17 ára stelpu því hún er ekki sjálfráða og strangt til tekið geta foreldrar hennar bannað henni að vera seint úti á kvöldin ef þeim sýnist svo. Alla vega bara best fram að 18 að halda sig nokkurn veginn við sína jafnaldra.