Sæl aftur hokey,
Ég held að flestum finnist þeir eigi maka sinn ekki skilið. Held það sé svoleiðis í flestum samböndum. Ég held annars færi fólk að taka makann sem sjálfsagðann hlut sem leiðir yfirleitt ekki góða hluti af sér.
Í rauninni þurfa þeir ekki að hafa símasamband við þig , það er aðeins þín skoðun(reyndar flestra kvenmanna). Skoðun karlmanna á þessu er yfirleitt að þetta sé einfaldlega tímaeyðsla þar sem þeir hitti konuna sína hvort eð er næstum daglega og þar af leiðandi væri símtal algjörlega óþarft. Hvorugt er í rauninni rétt en ekki er hægt að búast við því að makinn gangi lengra en að hitta mann á hálfri leið varðandi svona hluti.
Ég gæti vel trúað því að of mikil lýsing á ást gæti gert mann öruggann af því að halda í makann.
Þú ert áreiðanlega þess virði að fá jafnmikið til baka svo lengi sem þú ert ekki að tala um eitthvað sem maður getur ekki ráðið eins og tilfinningar. Kannski ættirðu að prufa minnka hvað þú sýnir mikla ást á makanum og sjá til hvort hann tekur ekki við sér og byrjar að sýna þér meiri sjálfur.