Nú ætla ég að segja smá sögu.. Við tvær vinkonur fórum að tala við einn strák og við urðum ágætis vinir öll.. Vinkona mín og strákurinn þróuðu reyndar með sér aðeins alvarlegra samband og bara gott hjá þeim.. En strákurinn var nýkominn úr löngu sambandi og kannski jah erfiðum sambandsslitum.. En það er nú samt alls engin afsökun fyrir því sem hann gerði.. Þegar vinkona mín fór að verða hrifin af honum sagði hann henni að hann vildi ekki vera í sambandi, bara ,,hórast“ og varð hún að sætta sig við það..
Á milli þeirra fóru nokkrir kossar og sonna, og svo urðu hlutirnir alvarlegri.. En svo fór hann allt íeinu að hætta að tala jafnmikið við hana, gat aldrei farið með henni á rúntinn því hann var að rúnta með annari stelpu.. Þessari stelpu fór hann svo að eyða öllum sínum tíma með en, þau voru náttla ,,bara vinir.” Svo eftir dágóðann tíma viðurkenndi hann að hann væri orðinn smá hrifinn af hinni stelpunni og varð vinkona mín auðvitað mjög sár.. En þar sem hann hafði líka sagst vera hrifinn af henni bjóst hún ekkert við að eitthvað mundi ske á milli hans og hinnar stelpunnar, því hann vildi nú ekkert samband..Á aðfangadag kemur strákurinn svo voða sætur til vinkonu minnar, kyssir hana á kinnina og færir henni jólakort sem inniheldur þessa þvílíku ritgerð um hvað hann vonaði að vinátta þeirra mundi styrkjast á næsta ári o.s.fr. Síðan á milli jóla og nýjárs fréttir vinkona mína að hann sé byrjaður með hinni stelpunni.. En hann var ekkert að segja henni það, svo nokkru seinna töluðu þau saman.. Vinkona mín spurði hvort þau gætu ekki hist en hann var ekki viss hvort að nýja kærastan hans mundi leyfa það..
Nú er ég í vanda, hann spyr hvort að við séum samt ekki vinir þótt að málin með hann og vinkonu mína hafi endað svona.. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, vill ég virkilega eiga vin sem kemur svona fram við vini sem hann er nota bene að sofa hjá?