hæ hæ…ég er nú ekki vön að skrifa hingað inn svona greinar en ég vona að þessi verði nú ekki neitt asnaleg.
Þannig er að ég er í vandræðum með strák…sem að er svosem ekkert neitt merkilegt nema fyrir það að ég er ekki viss um ég sé hrifinn af honum. Hann er alveg yfir sig hrifinn af mér og við erum saman. Mig langar til að vera hrifinn af honum. Þetta er rosa góður strákur og ekkert nema gott í honum.
Hvernig get ég prufað hvort að ég sé virkilega hrifin af honum og að þetta sé ekki bara viljinn með að vera með honum. EF svo er…getur það orðið ást? Þetta er rosa góður strákur og þess virði að halda í því að þeir eru nú ekki margir í boði því miður. Hvað á ég að gera? Er það rétt að reyna svona, að reyna að láta eitthvað verða ást eða getur það aldrei orðið ef að sambandið byrjaði ekki á því?
Endilega viljið þið hjálpa mér!! :S