ég sting uppá að þú gefir henni bók, ekki bara einhverja bók, heldur bók sem þú gerir sjálfur :)
þú kaupir sæta bók með auðum blaðsíðum, mjög gott að hafa þær frekar þykkar en ofurþunnar. Finndu því næst sætar myndir af ykkur saman, þér þegar þú varst lítill, myndir af henni frá því að hún var lítil (dílar við tengdó) og etv úrklippur (td. mynd af uppáhaldsveitingastaðnum ykkar osfrv) og límdu inn í hana. Því næst skaltu skreyta hana, skrifa e-ð fallegt um hana , skrifa e-ð fyndið við myndirnar, skrifa niður ýmsar dagsetningar (fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, ykkar dag og svonna þ.e. ef þú manst slíkt) og möndla pínu við þetta.
Ég veit að strákar föndra ekkert mikið, en þeim mun meira óvænt er gjöfin, þetta er líka góð minning. Þú þarft ekkert að fylla bókina því það er sniðugt að eiga margar blaðsíður eftir sem þið getið svo fyllt út saman eftir því sem líður á sambandið :)
vona að þetta hjálpi, hafðu það gott ;)
PS: þú getur alltaf beðið vinkonur þínar (eða hennar) um að hjálpa þér :)