Kærastinn minn hugsar of mikið um framtíðina og hefur áhyggjur um hvort hann sé með rétta makanum til að eyða framtíðinni með og hvort hann sé að gera rétt. Það er alltaf svo gaman og gott hjá okkur þangað til hann verður mislyndur og fer að hafa áhyggjur af allskonar hlutum. Ég er að hugsa hvort hann sé hræddur um að missa mig eða þá að hann sé svona smámunasamur og líti stundum á mig sem gallagrip :( Það er nærri hálft ár liðið hjá okkur og alltaf er ég að reyna að minnka áhyggjur hans…það er fleira en þetta sem hann hefur áhyggjur af, hann lifir fyrir áhyggjur! Hann er 28 ára og ég 26 og það er kominn tími til að hann velji