Þetta fer eftir einstaklingunum, kannski passið þið saman og kannski ekki. Fer alla vega ekki eftir hörundslit. Ef viðkomandi er úr sama menningarsamfélagi og þú er ekkert frekar líklegt að sambandi ykkur misheppnist en með hverjum öðrum úr þessu samfélagi - sé viðkomandi úr ólíku samfélagi kallar það á meiri vinnu en ella með sambandið. Það mætast alltaf aðrar venjur og siðir er fólk byrjar saman, t.d. allt öðruvísi venjur heima hjá mér en þér sennilega, alltaf þarf að gera málamiðlanir og því ólíkari siðir, því meira vinna og ef það tekst verður sambandið mjög sterkt. Sé viðkomandi svartur tyrki eins og mér skilst af þér þá er líklegt að þið þurfið að skoða vel hverju þið eruð til í að fórna í sambandið, hvort um sig og svo fara að vinna að því. Ég hugsa að trúmálin séu oft erfiðust, fer eftir því samt hversu ólík trúarbrögðin eru og þeir siðir sem þeim fylgja.