Jæja þá. Í gær hætti ég með kærastanum mínum sem ég hafði verið með í 1 og hálfan mánuð. Kannski ekki lengi en alveg nógu lengi finnst mér. En svo gerðist það að tveir ágætis vinir mínir (einum þeirra var ég með í janúar)hringdu í mig og voru í stuttu máli að reyna við mig,báðir tveir. Ég gerði mitt besta í að vera kurteis en þegar líða tók á samtalið varð það erfiðara. Þessi sem ég var með í jan. sagðist sjá eftir að hafa dömpað mér og spurði hvort ég vildi hann aftur o.fl. Svo sagði hann að hann væri breyttur maður og sagðist hafa þroskast og það eina sem hann sæi eftir í lífinu væri ég. Þetta var meira en ég gat þolað á einu kvöldi og kvaddi og sagðist hringja í þá seinna. Kæru Hugarar, ég bið ykkur um að koma með eitthvað gáfulegt sem ég get sagt þegar annar hvor þeirra hringir aftur. Þeir eru nebbla ágætis vinir mínir og é vil hafa það þannig áfram!

Takk fyrir mig.

Lola