Krabbinn
Ég er í sambandi og það er búið að vara núna í næstum 5 mánuði. Hann er í Krabbanum og ég Meyjunni og við erum yndislegustu vinir. Það getur komið upp misskilningur í öllum samböndum. Manni hættir til að taka ekki fólki einsog það er…en ég hef núna lært að taka því eins og það er. Ég hef nokkrum sinnum lesið um merkið hans og alltaf er það að líkjast honum meir og meir, kannski bara útaf því að ég þekki hann betur og betur og hef séð flest í fari hans sem ég er að lesa. Ég hef alltaf haft gaman af að lesa persónugerðir merkjanna. Það er sagt um Krabbann að hann sé með óteljandi skap og svipbreytingar og það er sko rétt. Hann er mislyndur…mjög svo, en ég hef alltaf tekið honum…eða kannski ekki í byrjun þegar ég tók því sem höfnun þegar hann var í mjög vondu skapi. Krabbar eiga oft erfitt með að útskýra af hverju hlutirnir eru svona og svona. Það kom upp rifrildi en ekkert hávært. Hann var í vondu skapi og ég hélt það væri útaf mér-hálfpartinn var það útaf mér en hann gat ekki útskýrt hvað það var og ég ruglaðist algjörlega í ríminu. Hann skiptir skapi fljót…hver skiptir ekki skapi??? Hann gerir það á meiri hraða en aðrir, en ég hef látið það hjá líða því það líður hjá. Ég hef tekið eftir að það er ekki BARA ég, heldur geta það líka verið aðrir í kringum hann. Það er oft mjög erfitt að nálgast Krabba eftir að hann hefur tekið eitthvað inná sig sem maður segir, það tekur daga og vikur að nálgast hann almennilega þangað til hann er aftur farinn að kalla mann ástina sína aftur. Ég hef sýnt þolinmæði því alltaf er hann fábærastur þegar hann kemst í góða skapið aftur. Er einhver hér í sambandi með Krabba og í hvaða merki eruð þið við Krabbamerkið?