allir rífast auðvitað, en ég og kærasti minn rifumst…ekki með látum, en andrúmsloftið var hræðilega kuldalegt…við töluðum ekkert saman!!!! Hálfan sunnudaginn og rosalegan kökk var ég með í hálsinum. Mig langaði svo að faðma hann að mér og spyrja hvort hann vildi sættast en svipur hans var ískaldur! Svo sagðist hann ekki nenna að hanga heima í allan dag, svo ég spurði hann hvað hann vildi gera. Hann vissi það ekki og spurði mig. Ég sagðist vilja fara að labba í bænum því jólaskrautið er komið og það var hlýtt úti. Þá segir hann eftir smástund að hann hafi ekki áhuga á að fara með mér neitt þann daginn :( ég var alveg að fara að gráta en tókst að bæla það. Hann fór að gráta svo ég hélt utan um hann og við töluðum og sættumst. Ég tárast bara við að skrifa þetta. Við höfðum alltaf skemmt okkur svo vel og fíflast, en það var eitthvað sem ég sagði sem særði hann en átti ekki að vera neitt stórt meint hjá mér. Hann lokaðist algjörlega. En svo sættumst við, samt finnst mér enn vera smá vörn hjá honum…einsog hann þurfi að endurtreysta ást minni á honum…en þetta var ekki illa meint sem ég sagði við hann…segi það ekki hér.