Ég og strákur sem heitir X höfum frá því í jólunum í fyrra verið ágætir viinir og alltaf eitthvað pínu “skotin”. Við annað hvort hötum hvort annað eða dýrkum hvort annað. En þegar við hötum hvort annað er það bara á yfirborðinu og inn á milli fæ ég krúttleg glott.
En í dýrkuninni er alltaf eitthvað sem skemmir.Til dæmis vinirnir.Vinir okkar þola ekki að við séum saman. Það ætti kanski ekki að skipta máli en gerir það ósjálfrátt.
Núna í sumar byrjuðum við saman en það entist ekkert. Eftir það höfum við lítið sem ekkert talað saman,fyrr en í dag. Þá fékk ég svo sætt bros frá honum að ég roðnaði(ég roðna aldrei).
En núna á ég kærasta en samt hugsa ég altaf öðru hverju um X.
Þetta er farið að valda vandræðum og er ég orðin þreytt á þessu veseni. Ég þarf hjálp!!
Takk Lola