Hæ!
Ég er búin að vera með kærastanum mínum í rúmlega 2 ár. Við erum bæði í skóla, ég er í menntaskóla en hann var að byrja í læknisfræði í háskólanum nú í haust. Við vitum ekki enn hvort hann komist inn í frekara nám því hann á eftir að taka inntökupróf sem verða í desember. Hann hefur mikinn sjálfsaga og les eins og hann getur, alla daga (líka laugardaga og sunnudaga). Hann tekur sér aldrei frí og nú bíð ég spennt eftir því að sjá hvort hann taki sér frí á afmælisdaginn minn!! (Hann var ekki viss!) Allavega… Ég er farin að verða frekar leið á því hve upptekinn hann er. Ég má helst ekkert tala við hann þegar hann er að læra því það ‘truflar einbeitinguna’, svo við tölum bara saman á kvöldin þegar við förum að sofa, en þá er hann orðinn svo þreyttur að hann hefur ekki orku í að gera neitt meira. Nú veit ég ekki hvort ég eigi að vona að hann komist inn í ferkara læknisnám, því guð veit hvernig það fer með sambandið. Hann verður (og er) alltaf lærandi og hefur engan tíma fyrir mig. Þess vegna er ég yfirleitt einmanna og dreg mig eitthvað útí horn. Nóg er af tárum. Hann segir að ég verði bara að þrauka þangað til prófum líkur en ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því! Á ég bara að venjast því að kallinn geri aldrei neitt með mér? Skólinn skiptir hann greinilega meira máli en ég. Hann hugsar bara um sína framtíð, en ekki framtíð okkar beggja. Við búum t.d. saman í hans foreldrahúsi, og þurfum þar af leiðandi ekkert að borga. Hinsvegar hefur mér boðist ókeypis íbúð og hef ég ákveðið að flytja þangað, því ég ætla mér að ‘stofna’ mitt eigið heimili með mínum eigin reglum. Ég taldi það sjálfsagðan hlut að hann myndi flytja þangað með mér, en hann hefur ekki sýnt neinn áhuga og bara sagt: ‘við sjáum bara til’, til að losna við umræðuna. Auk þess hefur hann notað aumar afsakanir til að rökstyðja af hverju hann ætti ekki að flytja og hann sér víst engan tilgang í því. Foreldrar hans vilja hafa hann sem lengst heima, ‘því án hans væri allt svo tómt’ (samt er húsið fullt af krökkum). En það er kannski af því að hann var þeirra fyrsta barn og þeim þykir því vænst um hann? Annars á ég fullt af vinum sem vilja flytja með mér, en hann yrði ekki sáttur við það. Ég get nefnt fullt af öðrum asnalegum hlutum en ég held að þá muni enginn nenna að lesa þetta.
Ég veit að öll sambönd hafa galla, en er þetta ekki einum of gróft?
En ég spyr sjálfa mig, og aðra… Er enginn tilgangur í því að byrja að búa með kærustunni sinni? Er það virkilega ekkert spennandi eða hvað? Er kærastinn minn hræddur við að flytja frá elsku mömmu sinni og pabba? Hvað er málið? Hvað í ósköpunum á ég að gera í þessu öllu? Neyða hann til að búa með mér?
Kveðja
-Dama