Hér erum við með þetta fína svæði sem á að heita “Rómantík”. Ég hef sjálf einu sinni skrifað inn grein á þetta svæði og hún fjallaði meira um anti-rómantík frekar en Rómantík.
Ég fór því allt í einu að hugsa um það af hverju fólk skrifar ekki inn greinar um það hversu ástfangið og hamingjusamt það er. Eitthvað rómantískt sem maður gerði í gærkvöldi eða annað sem gladdi hjartað (ef ég má tala svona á væmnu nótunum).
Ef þið kíkið efst á þessa síðu þá er meira að segja mynd af þrem “pörum” sem eru öll annaðhvort að kyssast eða faðmast og bæði skælbrosandi.
Ég vildi því bara spyrja svona til að forvitnast; er enginn ástfanginn á huga.is? Eða finnst fólki bara ekki gaman að segja öðrum frá því þegar eitthvað skemmtilegt gerist?