Trúlofun
Í gær um tvöleytið þegar ég var búin að vinna og komin heim sagði kærastinn minn mér að pakka einhverju fínu til að fara útað borða og einhverju snyrtidóti. Ég spurði hvers vegna en eina svarið sem ég fékk var “kemur í ljós”. Ég gerði bara eins og mér var sagt og við fórum síðan útí bíl og lögðum af stað. Leiðin lá til Keflavíkur og þar stoppuðum við fyrir utan Hótel Keflavík hann sagðist þurfa að ná í eitthvað á hótelherbergi,trúði því rétt tæplega :) En við fórum inn og hann tilkynnti mér það að hér myndum við sofa í nótt og fara út að borða á veitingastað sem heitir Glóðin. Mér leist náttúrulega mjög vel á það! Þegar það leið á kvöldið fórum við að taka okkur til og skelltum okkur á veitingastaðinn. Við fengum æðislegan mat og þjónustu. Eftir matinn fórum við inní annað herbergi sem var þessi fíni leðursófi og fengum okkur bjór. Mér fer að verða eitthvað kalt og fer að reka aðeins á eftir honum hann strýkur á mér bakið aðeins og spyr hvort mér hlýni eitthvað ég jánkaði því og við héldum áfram að spjalla. Svo skellur hann sér á skeljanar og dregur upp æðislegan hring og spurði hvort ég vildi trúlofast honum og ég sagði auðvitað já því annars væri ég nú ekki að skrifa um þetta :) Svo bætti hann við á maður ekki að gera þetta almennilega ef maður ætlar bara að gera þetta einu sinni :) Hann er svo æðislegur :)