Hann er farinn!!!
Ég reyndi að bjarga því litla sem eftir var af sambandi mínu við kærastann minn með því að fyrirgefa honum fyrir að hafa haldið framhjá mér, og þegar ég komst að því að hann væri ennþá í sambandi við stelpuna sagði ég honum bara hvað ég væri reið. Hann var búinn að ákveða að vera hjá mér, en á laugardaginn fórum við á fyllerí í sitthvoru lagi, ég reyndi að ná í hann allt kvöldið og ég náði ekki í hann fyrr en ég hringdi í þessa stelpu druslu, og jú þá var hann hjá henni. Hann sagði við mig að hann mundi ekki koma heim um nóttina og að hann mundi sennilega sofa hjá henni. Hann sagðist ætla að flytja út! Ég var alveg brjáluð!! Hann sagði mér upp í gegnum síma!!! Eftir fimm ára samband þá segir hann mér upp í gegnum síma og það á fylleríi!!!!! Núna er hann fluttur út og við hætt saman og hann er byrjaður með druslunni sem hann hélt framhjá mér með. Ég veit að ég ætti nú bara að vera fegin að vera laus við hann…ég meina hvað hefur hann ekki gert mér?!! Hann er búinn að fara svo illa með mig og ég veit að ég á betra skilið en samt líður mér bara illa!! ÉG get ekkert borðað, mér er óglatt, ég get ekki sofið í rúminu okkar og ég skelf af kulda. Ég er búinn að missa kærastann minn og minn besta vin…þó að ég ætti í rauninni bara að hætta að tala við hann þá get ég það ekki. Ég get ekki látið eins og hann sé ekki til. Við vorum saman í fimm ár, maður getur ekki bara skilið og alveg hætt að tala saman, við eigum sömu vinina!! Geta ekki bara öll dýrin í skóginum verið vinir? Það skrítnasta við þetta allt saman er að vera einn í íbúðinni okkar, flest dótið hans ekkþá á sama stað. Ég elska hann ennþá….ég vildi að ég gerði það ekki. Ég ætla bara að fá mér hund :)