jæja, er í stuði til þess að tala, vil endilega segja sögu mína í hnotskurn.
árið 2000 varð ég í fyrsta skypti ástfangin. þetta var ekki þessi venjulega ást, heldur ást í gegnum netið. sum ykkar kannast eflaust við svoleiðis. hvað um það, ég fór í samband sem enntist í 18 mánuði. ég talaði við hann reglulega í síma, og svo töluðumst við með hinum og þessum spjall forritum sem til eru.
snema á þessu ári gafst ég upp. það að vera í sambandi þar sem maður sér manneskjuna ekki, og þarf kannski að bíða í lengri tíma eftir að sjá hana, var bara of mikið fyrir mig. en ég þoldi þetta þó í 18 mánuði. sársaukafulla mánuði, ef ég á að vera alveg hreinskilin. ég sá oft myndir af honum, en það var bara ekki nóg, þið vitið?
núna, rúmlega hálfu ári seinna, er ég nýfarin að leita að þeim rétta aftur. ég hélt, um stutt tímabil, að ég hefði fundið hann en svo reyndist ekki vera. ég er voðalega kröfuhörð á vissa hluti, og það er galli, en ég get lítið við því gert. :/
hvernig er það, er fólk stundum með vissar kröfur þegar kemur að samböndum svona yfirleitt? væri gaman að vita það. ég vona að ég sé ekki ein af einhverjum fámennum hópi kröfuharðs fólks. ;)
ég er kanski skrítin, en ég bara get varla beðið eftir því að hitta draumaprinsinn. ég þrái ástina, þrái að fynna hana og þrái að gefa hana. vil fynna þessa einu manneskju sem ég get elskað alla ævi. væri gott ef að letin að þessarri manneskju væri nú létarri. :)
til að enda þessa stuttu grein, þá langar mig að biðja fólk um að svara mér með sínum reynslusögum af “ástinni stóru” og kanski þeim æalgengari netsamböndum, EF fólk hefur reynslu af þeim.
og svona í lokin, ég mæli ekki með samböndum í gegnum netið! sérstaklega ekki þegar hin mannesjkan er í annarri heimsálfu! :)