Vandamál.....
Þannig er mál með vexti að ég átti afmæli um daginn. Þá var mikið drukkið og var djammað langt fram á nótt. Kærastan mín var reyndar orðinn þreytt (enda búin að vera vinna allan daginn) og fór fyrr heim. Ég vaknaði morguninn eftir nokkuð þunnur en samt ánægður með vel heppnað afmæli. Svo hringi ég í kærustuna mína en heyri að hún er eitthvað niðurdregin. Ég spyr hana hvað sé að og þá segir hún mér að einn “félagi” minn hafi verið að reyna við sig allt kvöldið og alltaf verið að koma með einhver slæm komment um mig, en ég var kominn svoldið í glas og tók ekki eftir mörgu.(maður bara einu sinni tvítugur). Ég var náttúrulega ekkert smá reiður og var alvarlega bara að spá í að fara heim til stráksins og taka í hann en kærastan mín bað mig um að gera það ekki, þannig að ég sleppti því. Nú þegar ég var orðinn rólegri og hættur að hugsa um handalögmál þá fót ég spá hvað ég ætti að gera í þessu. Ég hef reyndar ekki talað við félaga minn eftir að þetta gerðist en ég veit að það á eftir að koma að því. Hvað á ég að gera? Kýlan kaldan ,eða bara láta kyrrt liggja og tala ekki við hann eða kannski bara láta eins og ekkert hafi gerst??