Ég sá þetta ógissla flotta ljóð í íslenskubókinni minni um daginn og langaði að deila því með ykkur. Það heitir Ástin og er eftir Ingu Þyrí Kjartans. So here it goes…

Haltu ástinni
mjúklega í höndum þínum
leyfðu henni að flögra
sem litfögru fiðrildi
því ef þú heldur fast
kremur þú vængi hennar
hún getur ekki flogið meir
og deyr.

Haltu ástinni
mjúklega í höndum þínum
sem nýorpnu eggi
því ef þú heldur fast
brotnar skurnin
og hún rennur
milli fingra þinna
og hverfur.

Vona að ykkur fannst þetta eins flott ljóð og mér =)

kveðja Superbitch