Hmmm það er frekar erfitt að segja eitthvað þegar maður veit svona lítið um samband ykkar, en þetta hljómar dálítið eins og það sé ekki mikil ást í því, allavega ekki af hans hálfu…
Það að þú sért óörugg, sár og reið í sambandinu og finnst hann ekki taka eftir þér bendir til að það sé ekki eins og það eigi að vera. Í sambandi á maður að geta treyst hinum aðilanum 100% og finnast öruggur.
Ég man þegar ég var á þínum aldri þá voru nokkrar vinkonur mínar að byrja með strákum og engin þeirra var í góðu sambandi og ekkert þeirra entist neitt.
Ég eignaðist minn fyrsta kærasta 19 ára, fann engann sem ég hafði sérstaklega áhuga á fyrir þann tíma og fannst ég á vissan hátt ekki kominn með nógu mikinn þroska sem þarf í samband fyrir þann tíma. Vildi ekki fara í samband bara til að vera í sambandi eins og svo margar stelpur sem ég þekkti gerðu.
Held að fyrir þig væri langbest að tala við einhverja góða vinkonu, eldri systur, mömmu eða eitthvað. Einhvern sem þekkir samband ykkar betur en við hérna á huga…
Og treystu mér það er miklu betra að vera einhleypur heldur en í ömurlegu sambandi sem maður er alls ekki ánægður í. Sá rétti kemur… fyrr eða síðar…
Kv. catgirl