Fyrir nokkrum vikum hitti ég stelpu sem ég gjörsamlega féll fyrir og hef ekki hugsað um neitt annað síðan en þessa stelpu. En ég fór og talaði við hana en reyndar hafði ég kannast við hana áður en hafði ekki hitt hana í nokkur ár. En við fórum að hittast meira og meira og á endanum spurði hún mig hvort það væri eitthvað í gangi á milli okkar og ég sagði við hana að ég hefði fallið fyrir henni daginn sem ég sá hana. Hún sagði mér kvöldið sem við hittumst að hún væri með strák en það væri orðið heldur þunnt hjá þeim sambandið og svo var hann líka ekki í sama landi og hún.
En allavega þá fórum við að hittast og vorum mjög mikið saman án þess að gera neitt saman sem myndi flokkast sem framhjáhald þó að það sé mjög umdeilt hvar framhjáhald byrjar. En við horfðum á video og borðuðum saman og eyddum miklum tíma saman og okkur leið báðum þannig að við vildum helst alltaf vera saman.
En svo einnn daginn sagði hún mér það að hún hefði hætt með kærasta sínum og þá fór boltinn að rúlla hjá okkur. Við eyddum meiri og meiri tíma saman og á endanum kysstumst við loksins og mér fannst eins og ég gæti sigrað heiminn. En svo kom að því að hún fór að eyða nóttunum hjá mér og ég hjá henni og okkur leið æðislega saman.
En samt sem áður hafði hún sagt við mig áður en hún hætti með stráknum að hún myndi ekki vilja byrja með öðrum strák stax og að hún myndi vilja fá aðeins að átta sig á hvar hún stæði og hvað hana langaði til að gera.
En okkur leið best saman og vildum alltaf vera saman og ég hafði ekki verið svona hamingjusamur í mörg ár því ég hefði hitt sálufélaga minn. Ég get ekki skrifað á Huga hvaða tilfinningar ég bar og ber til hennar en ef þið getið lesið þá ættuð þið að geta lesið á milli línanna.
Hún sagði mér líka að henni hefði ekki liðið eins vel með neinum strák í mjög langan tíma, án þess þó að hún væri að vanirða sitt fyrra samband.
En svo kom hún til mínn einn daginn og sagði við mig að hún þyrfti að segja mér eitthvað sem hún gæti ekki sagt mér. En með herkjum tóks mér að draga það uppúr henni og það var satt best að segja að eitthvað sem ég vildi ekki heyra.
Málið var það að við fórum að djamma og ég ákvað að fara fyrr heim því ég var eitthvað illa upplagður þetta kvöld og fór því heim um kl 4. Seinna um morguninn kemur hún til mín og við fórum að sofa. Um morguninn segir hún mér þessar fréttir sem ég vildi ekki heyra.
Hún hafði farið að hafa auga með besta vini mínum. Hún sagði mér að það hefði ekkert gerst og ég treyst henni alveg til að segja mér satt því við höfum alltaf verið hreinskilinn við hvort annað. En hún sagði við mig að sér fyndist ekki sanngjarnt gagnvart mér að hún væri að hugsa svona um aðra stráka á meðan að hún væri að hitta mig, að hún vildi ekki skemma fyrir okkar sambandi ef hún áttaði sig svo seinna að ég væri sá sem hún vildi vera með.
Við erum svo núna í viku búinn að vera að tala saman um þetta fram og til baka en aldrei komist að neinni niðurstöðu í þetta. Hún vill ekki missa mig sem vin og ég vill ekki missa hana bæði sem vin eða sem eitthvað meira. Hún sagði við mig að hún gæti ekki og ætlaði sér ekki að verða hrifin af besta vini mínum heldur langaði hana að kynnast honum betur og þá sem vini sínum. (ég tek það fram að hún á mjög marga góða stráka vini)
Og nú vil ég spyrja ykkur hvað á maður að gera í svona stöðu? ég er ekki búinn að tala við vin minn en ég ætla að gera það á eftir, ég ætla að spyrja hann hvaða tilfinningar hann ber til þessarar stelpu og hvort hann ætli sér að gera eitthvað meira með hana.
Á ég að dissa þau bæði eða bara að leyfa þeim að kynnast og vona að þau nái ekki saman eða hvað? Eða á ég að treysta því ef vinur minn segir við mig að hann langi ekkert að vera með henni nema bara sem vin sinn?
Einn ruglaður!!!!!!!!
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.