Sælt veri gott Hugar fólk.
Ég hef ákveðið að skrifa littla grein um vinahald innan sambands vegna þess að ég veit um fólk sem hefur, að mínu mati, mjög brenglaðar hugmyndir af þessu og ég held að þessar hugmyndir séu mun algengari á meðal kvennþjóðarinnar.
Ég ætla að byrja þessa grein með sögu um tvo vini mína. Ég ætla að gera þeim upp önnur nöfn en þau hafa. Strákinn, sem er einn minn besti vinur, ætla ég að kalla Kjartan og stúlkuna Siggu.
Kjartan og Sigga voru bestu vinir, þau eyddu nánast öllum sínum frítíma saman og ekkert gat komið upp á milli þeirra. Þegar vinátta þeirra var búinn að vera gegnheil í rúmlega hálft ár þá eignaðist Kjartan kærustu. Kjartan leit á Siggu sem yngri systur sína sem hann þurfti að passa þannig að hann hafði miklar áhyggjur af því að hún mundi vera skilin útundan og ákvað enn að eyða stórum hluta af sínum tíma með henni. Þetta samband endist reyndar ekki nema í nokkra mánuði og allan tíman passaði hann að vinkona sín mundi ekki missa besta vin sinn. Hinsvegar nældi Sigga sér í kærasta hálfu ári eftir þennan atburð en í stað þess að eldurgjalda þennan greiða þá hvarf hún. Síðastliðið árið hef ég hitt hana kanski 3-4 sinnum en Kjartan nokkuð oftar en ekki mikið.
Ég hef heyrt margar sögur um svipaða hluti þar sem stúlka slítur sig frá öllum vinum til þess að geta verið með kærastanum sínum og telur að þannig eigi sambönd að vera. Ég tel þetta aðalvega vera vegna ákveðinna hugmynda um hvernig draumasambönd eiga að vera og þetta sé leið til þess að reyna að hafa þetta þannig samband. Sem sagt að þetta sé svipuð mikil ást á að vera í sambandi og ástin að persónunni sem persónan er með. Þetta finnst mér sorglegt því að kærastar/kærustur koma og fara en sannir vinir eru eilífir. Ef maður gerir þetta þá verður maður svo óendalega háður maka sínum og það er ekki góður hlutur. Hugsið ykkur að handa allri ykkar sálu og öllu sem þú átt í samband sem endist ekkert endilega. Hvar stendurðu upp ef allt fer illa. Það eru til margar þannig sögur.
Það er yndislegt að vera ástfanginn upp fyrir haus, en maður þarf samt ekki að fórna öllu vegna ástarinnar því að það er alls ekki nauðsinnlegt. Það getur meirað segja verið mjög holt fyrir parið að gera það ekki.
Það er alltaf gott að eiga góða vini, það er alltaf gott að eiga góðan maka en er maður tilbúinn að taka áhættuna að missa báða hlutina.