Svíf á skýi
Ég verð að deila þessu með ykkur. Þannig er mál með vexti að ég kynntist stelpu fyrir all nokkru síðan. Ég bauð henni heim til mín. Við töluðum saman allt kvöldið um heima og geima. Við komumst fjótt að því að við höfðum mjög líkar skoðanir á lífið og tilveruna. Það var orðið hreinlega furðulegt hvað við vorum mikið eins á öllum sviðum. Hún var hreinlega að bræða mig, á staðnum. Þessi fallegu augu sem að horfðu á mig þetta kvöld voru hreinlega að yndisleg. Ég komst fjótt að því að þarna fyrir framan mig var engill sem var að takast að komast inn fyrir skelina mína. Hún var svo yndlisleg svo falleg, og horfði á mig með fallegustu augum sem að ég hef séð. Þegar hún var loksins að fara þetta örlagaríka kvöld ákvað ég að vera frakkur og spurði hana hvort ég mætti kissa hana bless. Hún sagði já. Þetta var hreilega sá besti koss sem að ég hafði upplifað, fékk mig hreinlega til að skjálfa þegar hún var farin (án gríns). Þarna byrjaði besti tími sem að ég hef upplifað, og hann stendur enn. Við erum bæði svo ástfanginn, ég hef oft verið skotinn en þetta hef ég aldrei upplifað. Hver dagur þegar ég er með henni er æðislegur, ég er hreinlega alveg kolfallinn fyrir henni. Ég hreinlega elska allt við hana. Hvernig hún talar, hvernig hún hreyfir sig, hvað hún hugsar, hvernig hún lítur á lífið. Við erum saman í dag og erum búin að vera saman í nokkurn tíma. Ég er virkilega að njóta hverrar mínútu lífsins og þess sem það hefur uppá að bjóða þessa stundina. Ég tók mig til um daginn og ákvað að vera sætur við hana og eldaði fyrir hana og síðan kveikti ég á fullt af kertum út um allt hús. Síðan tók ég hana í nudd (hún elskar að láta nudda sig), ég vaknaði snemma um morguninn læddist út og keypti handa henni rauða rós sem að hún fékk í rúmið. Ég svíf hreinlega um á skýi þessa dagana. Ástin er yndisleg og kemur manni að óvörum þegar maður bíst ekki við því. Ég var bara svo heppin að finna hana. Ég var búin að leita lengi. Núna er hún fundinn.