Jæja ég er komin í dálítil vandræði núna eða reyndar er ég búin að koma mér úr þeim en mér líður enn illa út af þessu og ég vill fá að vita hvað ykkur finnst um þetta mál.
En það var þannig að um síðustu helgi fór ég á djammið með vinkonu minni og vinum. Einn af “vinum” mínum var þar líka (hann er reyndar bara svona kunningi) ég var búin að finna það út að ég þoldi hann ekki en síðan gerðist bara eitthvað þarna um kvöldið það er hann bauð mér að dansa og það endaði með því að við kysstumst ekki bara einu sinni heldur nokkru sinnum, strax þegar að ég var komin heim byrjaði ég að sjá eftir að hafa gert þetta, ég skil bara í rauninni alls ekki af hverju í andskotanum ég hafði gert þetta því að þessi strákur er ekkert manneskja sem að ég get hugsað mér nokkurn tímann að vera með, ekki einu sinni bara fyrir svona einnar nætur gaman. Hann sendi mér reyndar sms daginn eftir og ætlaði að bjóða mér á rúntinn en þá gerði ég hreint fyrir mínum dyrum. Það sem að mér finnst kannski vera allra verst er að ég get ekki einu sinni afsakað mig með að segja að ég hafi verið full því að ég hafði ekki fengið mér sopa af neinu áfengi allt kvöldið.
En eins og ég sagði áðan, ég skil ekki í andskotanum af hverju ég gerði þetta, núna er ég líka drulluhrædd um að ég sé búin að eyðileggja orðspor mitt því að BELIVE ME það er ekki á hverjum degi sem að ég geri eitthvað svona í rauninni hef ég aldrei gert neitt svona áður og vill ekki gera aftur.
Ég kvíði líka fyrir því þegar að ég fer næst út að skemmta mér með vinahópnum og ég veit ekkert hvernig ég ætti að haga mér þá, ég gruna líka sterklega að vinahópurinn eigi eftir að vera að bögga mig eitthvað út af þessu og já ég veit bara ekkert hvað ég á að gera.
Þannig að öll ráð eru vel þegin, nema ef að það séu einhver skítköst.
Og eins líka ef að þið hafið einhver ráð svo að mér geti farið að líða betur varðandi þetta.
Kv. Grallara