Ég hef oft verið að spá í hvers vegna svona rosalega margir vilja
láta gifta sig í kirkju og halda síðan einhverja hjúts veislu. Ég
hef líka oft spáð í það hvort að allt þetta fólk trúi virkilega á
Guð og ég veit meira að segja um hjón sem giftu sig í sumar sem
trúa ekki á Guð en giftu sig samt í kirkju af því að þeim fannst
aðrar leiðir svo púkó. Aldrei myndi ég vilja játa ást mína á
kærastanum mínum frammi fyrir einhverju sem ég held að sé ekki til.
Svo þessar stóru, nánast ópersónulegu veislur, þar sem brúðhjónin
eru oft að bjóða einhverju fólki til að móðga ekki neinn, þetta er
fáránlegt.
Mér finnst að fólk ætti að fara persónulegri leiðir til að gifta
sig, þetta dæmigerða kirkjubrúðkaup og stóra veilsan er orðin
eitthvað svo úrelt.
Ég veit að minnsta kosti að brúðkaupið mitt verður ekki
kirkjubrúðkaup og það verður helst enginn veisla…afgangurinn
verður að koma í ljós :)
Kveðja, Xenia