hæ hæ öll sömul. Ég er í vændræðum með eitt hvérna. Þannig er að ég átti kærasta þegar að ég var 17 ára og við vorum saman í næstum ár. (eða þangað til að ég var orðin 18 ára). Eftir u.þ.b. 6 mánuði drakk hann sig blindfullann og kýldi mig. Hann var alls ekki með sjálfum sér og ég kenni því um að hann drakk allt of mikið. Hann lofaði að gera þetta aldrei aftur og stóð við það. Sá mjög mikið eftir öllu þessu og svona. ‘Eg hætti með honum, byrjaði aftur, hætti með honum og svona. Þangað til að ég var loksins viss.
Síðan eftir rúma 5 mánuði saman að þá hélt hann fram hjá mér. Hann sagði að hann hefði í rauninni viljað binda enda á sambandið og þess vegna hefði hann gert þetta. (það eru nú betri leiðir til!) og að hann hefði viljað vita hvernig það væri að vera með annari stelpu en ég var sú fyrsta hans en hann var 3 minn sko og hann var alltaf að kvarta yfir því að ég væri mig meiri reynslu og hefði upplifað meira og svona. Við hættum saman eftir þetta og núna eru komnir 6 mánuðir síðan að við vorum saman. Foreldrar mínir og allir vinir mínir hata hann og vilja alls ekki sjá okkur saman bara almennt. sem að ég skil alveg…hann var mjög vondur við mig. OG sameignlegir vinir okkar vilja ekki heldur sjá okkur saman.
Anyway…þannig er að ég er búin að vera að hitta hann í partýum hjá vinum okkar og svona. Við erum bæði búin að vera með öðru fólki(hann bara svona…hummm…með stelpum en ekki sambandi og ég í sambandi) en erum hvorugt í sambandi núna.
’Eg hitti hann síðan í gær og við töluðum saman. Hann sagði mér að hann elskaði mig enn alveg eins og hann hafði alltaf gert og ég verð að játa það að ég elska hann eiginlega líka því að mig langar rosa að vera með honum…já ég er furðuleg….eftir allt sem að hann er búin að gera!…'Hann sagðist ekkert vera að biðja mig um neitt samband eða eitthvað svoleiðis því að hann hefði engann rétt til þess og reyndar ætlaði hann ekki að segja mér þetta því að hann sagði að ég yrði örugglega vond eða þetta myndi skapa vandamál en pumpaði ég hann um hvað það væri sem að hann ætlaði að segja mér en hann hafði misst það út úr sér undir áhrifum að hann ætlaði að segja mér eitthvað mikilvægt.
'Eg sagði honum að ég myndi vilja sjá að hann væri búin að breytast. Hann yrði bara að bíða eins lengi og ég vildi eftir því að ég væri búin að sjá að hann elskaði mig og væri búin að breytast. Og hann sagðist alveg skilja það og að ég mætti alveg gera það sem að ég vildi og þess vegna að byrja með öðrum strák ef að ég yrði ástfanginn og hann vildi ekki láta mig lofa neinu. HAnn sagðist vera búin að komast að því að það væri ekkert varið í að vera bara með stelpu svona one night stand eða svona nokkru sinnnum og aldrei í sambandi og núna langaði honum bara að hugsa um framtíðina og hverjum honum langaði að eyða ævinni með og það væri ég ef að allt færi vel og að hann væri til í að bíða heillengi efitr mér og gera allt og að hann sæi virkilega eftir öllu. Fyrst eftir að við hættum saman að þá hefði hann verið pínu ánægður og ákveðið að nýta sé hið nýfengna frelsi og gera allt sem að honum langaði með stelpum. EN síðan eftir smátíma að þá hafi ég bara verið í huga hans og hann hafi bara fengið leið á ad vera ekki með einhverri sem að elskaði hann og hann elskaði til baka. OG nú spyr ég…haldið þið að hann hafi breyst virkilega og að hann sé að meina þetta (sé virkilega búin að hlaupa af sér horninn)eða er þetta bara eitthvað tímabundið ástand?
Sorry hvað greinin varð löng mig langaði bara að allt kæmi fram svo að enginn myndi bara fá hálfa söguna :) og ég var líka pínu að flýta mér þannig að sorry ef að það er eitthvað rugl í greininni.
takk fyri
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making