Það sem mig langar að deila með ykkur er að ég hef aldrei verið í sambandi áður,það er ekki útaf því að ég sé ljót eða eitthvað ég hef bara ekki haft kjarkinn til að segja já við einhvern strák.Ég fæ þessi kvíða og hræðsluköst,kannski vegna þess að ég lenti í einelti í 11 ára bekk og það situr enn fast í mér eða þá slæm reynsla af karlmönnum frá fyrra lífi.Ég hef reyndar líka verið þung í skapi síðustu ár og hef bara ætlast til að prinsinn banki að dyrum og bjargi mér og hjálpi mér að vera bjartsýnni á hlutina.Ég fór að hitta krakka sem voru með mér í tíunda bekk og fannst einn strákurinn sem var með mér í bekk sætur eftir að hafa ekki séð hann í 4 ár og fletti upp númerinu hjá honum eftir helgina og sendi honum sms, var það rangt af mér? Mér langaði aðalega að skrifa þessa grein vegna þess að það hljóta að vera fleirri sem eru í mínum sporum og geta hjálpað.