Ok, ég veit ekki hvort að þetta er bara athyglissýki hjá mér eða hvað, en ég tek stundum uppá því að dansa fyrir kærastann minn og þá meina ég dansa svona frekar eggjandi dans. En stundum þá virðist hann bara ekki taka eftir mér, eða hvort að hann nennir ekki að horfa á mig. Ég var til dæmis að þessu um daginn, og þá var hann á fullu að leika sér í tölvunni í einhverjum rosa spennandi byssuleik!!! Og bara tók ekkert eftir mér. Hvað er að?? Hefur hann ekki áhuga á þessu, eða var hann svona upptekinn? Það er ekki það að ég sé neitt óaðlaðandi eða svoleiðis. Hann hefur reyndar komið með svona komment að það komi alltaf einhver svipur á mig og svona….Sjálfur dansar hann ekki, þannig að það er ekki séns fyrir mig að draga hann með mér á dansgólfið, þó svo að ég hafi reynt ansi margar aðferðir til þess!!!
Á ég kanski bara að hætta því að kvelja hann með þessu? Er þetta algengt á meðal karlmanna að þeir hafi ekki áhuga á að sjá konurnar sínar dansa fyrir þá, heldur kjósi frekar að einhverjar ókunnugar stúlkur útí bæ geri það???