Jæja, nú þarf ég að fá álit ykkar á því sem er að gerast í lífi mínu þessa daga. Þannig er mál með vexti að fyrir 2 vikum fór ég í partý og drakk allt of mikið (humm, sem er ekki frásögufærandi nema…….)
Þar var þessi strákur, sá sem átti heima þar og við byrjuðum að tala saman og svona (og drekka,og drekka, og drekka…) Og svo endaði það með því að ég sofnaði uppí hjá honum og svaf í fanginu á honum um nóttina (það gerðist ekkert kynferðislegt, bara svona kúr..)
OK. Svo keyrði hann mig heim daginn eftir og við töluðum helling saman og urðum ágætis vinir, svo ákvað hann að koma til mín á menningarnótt.
Þá var partý heima hjá mér þannig að nokkrir vinir mínir ætluðu að koma og gista hjá mér og ég bauð honum bara líka.. Svo byrjaði sona ýmislegt að gerast á milli okkar og það endaði með því að við vorum farin að halda utan um hvort annað á meðan við löbbuðum um í bænum. Svo fórum við heim til mín, (ásamt fleira fólki) og drukkum og skemmtum okkur vel, og alltaf héldum við utan um hvort annað og svo kyssti hann mig.. Þegar við fórum að sofa kom hann svo og svaf uppí hjá mér, þá skeði ýmislegt, ekkert alvarlegt en kossar og káf og svona (meira en á að gerast milli vina) og svo sofnuðum við haldandi utan um hvort annað, ýkt nice..
OK. Þegar ég vakna svo um morgunin og fer eitthvað að rifja upp kvöldið, þá kemst ég að því að ég veit ekkert hvað er að ske.. Hvort það er eitthvað að gerast á milli okkar eða hvort þetta var bara fylleríis rugl (það skal taka fram að á þessum tímapunkti var ég orðin allt of hrifin af þessum strák (hann er æði!)) Jæja, hann vaknar knúsar mig og kyssir og við spjöllum eitthvað saman og sona, förum og fáum okkur að borða og svo þarf hann að fara heim..
Og eftir sat ég og vissi ekkert hvað var að gerast, ég vissi að við vorum ekki saman og ég var ekki einusinni viss um að ég vildi vera með honum þarsem hann er svo til nýkominn út úr sambandi og er að fara í skóla úti á landi í vetur..
EN.. Ég vildi alls ekki missa hann sem vin, og helst vildi ég að við værum ennþá svona kúrufélagar… Ég veit það hljómar asnalega en ég vildi helst að ég gæti kysst hann haldið utan um hann og kúrað uppí hjá honum þegar við hittumst, en samt ekkert “vera með” honum.. Skiljiði hvað ég er að fara, eiginlega svona eins og ríðufélgar nema bara ekkert kynlíf..
Svo hringdi ég í hann og við töluðum saman og ákváðum að við gætum ekkert byrjað saman, það yrði allt of erfitt samband (eins og ég var búin að benda á herna fyrir ofan)
En við ákváðum líka að vera góðir vinir.. Svo hittumst við í gær (fórum í bíó) og þá var eins og hann gæti ekki ákveðið hvað væri í gangi, hann tók í höndina á mér í smá stund og ýtti mér svo frá sér, hallaði sér upp að mér í smá stund og færði sig svo frá mér..
Þannig að nú veit ég ekkert hver staðan er.. Hann ætlar kannski að gista hjá mér um helgina (aftur partý) og ég veit ekkert hvort að hann ætlar að sofa uppí hjá mér eða annarstaðar eða hvað.. Ég vil að hann sofi hjá mér (ekki í kynferðislegu merkingunni) En þori ekki að gefa það í skyn við hann, þar sem ég er skít hrædd við að ef að ég segi honum hvað ég vil, og hann hafi ekki áhuga, þá sé ég búin að klúðra vináttunni..
Þannig að spurningir er, að bakka bara og gleyma öllu kúrudæmi, eða segja honum hvernig mér líður og eiga á hættu á að missa frábæran vin…
Hvað segiði þá ??
-Sandy