Ég veit það ekki. Mér finnst ég hafa upplifað ást við fyrstu sýn þó ég hafi svo sannarlega ekki fundið ástina í fyrsta skipti sem ég sá hana. Hins vegar nota ég þetta orðatiltæki (Sem er ótrúlegt að fólk hérna sé að reyna að skilgreina fastar en jörð og himinn) yfir það að ég fann fyrir svo gríðarlega sterkum tilfinningum til hennar svo ótrúlega snemma að ég hefði aldrei trúað því að svoleiðis væri mögulegt. En ég kalla þetta ást við fyrstu sýn. Hún er til fyrir mér, ég bara kann að skilgreina hana eins og mér finnst hún möguleg og falleg.
Þetta er svo eft hérna að fólk er með einhverja fastsetta skilgreiningu á ást, sannri ást og annað slíkt. En hvað getur maður svosum sagt? Orðabókarskilgreiningin er eitthvað um það bil “djúp, innileg tilfinning til annarrar manneskju, tilfinning fyrir aðlaðandi eiginleikum”, sumir hérna nota “horfðu í augun á maka þínum eftir 30 ár og finndu enn sama neistann, þá ertu ástfanginn”. Af hverju þessi skilgreiningagleði. Ást er einfaldlega tilfinning sem hver og einn verður að gera upp við sig hvort hann er að finna. Ég finn fyrir ást eftir 4 mánaða samband, það hefur aldrei neinn sagt að hún þurfi að endast að eilífu. Ást getur verið til staðar í 10 mínútur ef tilfinningin er nógu sterk…það þarf ekkert nema styrk. En þetta er bara mín hugmynd. Uppáhalds skilgreiningin mín á ást er að sjálfsögðu þessi:
ást kv, tímabundin geðtruflun, læknanleg með hjónabandi eða með því að fjarlægja sjúklinginn þeim áhrifum sem vesöldinni ollu. Krankleiki þessi er, líkt og tannskemmdir og margir aðrir kvillar, útbreiddur aðeins meðal menningarþjóða, sem búa við sjálfskapaðar aðstæður; villiþjóðir, sem anda að sér hreinu lofti og leggja sér til munns einfalda fæðu, njóta ónæmis fyrir hervirkjum hans. Hann er stundum banvænn, þó oftar lækninum en sjúklingnum. afbrotamaður k, maður gæddur meiri athafnavilja en dómgreind, sem tekið hefur óheppilegu ástfóstri við gott tækifæri.