Mér finnst margt rétt en þó mun meira rugl í öllum greinunum hér að ofan.
Þetta helst allt í hendur, til að laðast að einhverjum þarf maður að dást að honum,
skilja hann, viðkomandi þarf líka að kunna vel við mann og svo framvegis.
Stundum dáumst við að framkomu og útliti viðkomandi, stundum ekki.
Persónan skiftir meira máli ef hugsað er til langs tíma, en ef maður er að hugsa um mánaðar samband skiftir hún kanski ekki jafn miklu máli en samt alltaf miklu.
Það er vísindalega sannað að því heitari sem ástin er því skemur endist hún.
Ég las einusinni grein frá einhverjum breskum háskóla þar sem vísindamenn voru að rannsaka ástarsambönd og ást. Þeir komsut að því að til er tvennskonar ást. Önnur tengist persónunni og fólk hefur stjórná henni. Hin er svon “ást við fyrstu sýn” dæmi. Hún endist venjulega í um 2 ár og endar þá. Vísindamennirnir skoðuðu starsemi heilans og komust að því að hann losar mikið af ýmsum hormónum t.d. dópamíni og fleiru sem veldur vellíðan. En eftir 2 ára hverfur þessi ást bara allt í einu.
Þessvegna eru ástarsambönd sem er byggð eru á vináttu og fók flýtir sér hægt inní yfirleitt mun lengri og endast allt upp að lífstíð, og þá væntanlega eftir hana líka.
Að vísku veit ég voða lítið um þetta, ég er nú ekki nema 16 ára.
Margir á mínum aldri virðast álíta sig fullorðna og lifa í endalausum fullorðinsleik.
Svo trúlofar þetta fólk sig, eignast börn og allann pakkann.
Þetta er eins og 6 ára krakki í bíló allann daginn og loks dettur honum í hug að fara á ekta bíl út í umferðina, skríður upp í procinn hans pabba og tekur úr handbremsu í þeirri trú að hann viti allt um bíla og geti vel keyrt og Bamm!! bíllinn í molum.
Persónulega get ég ekki beðið eftir því að verða fullorðinn en ég er samt ekkert að blekkja sjálfan mig með því að ég sé þroskaðri en ég í raun og veru er.
Cruxton er víst í þessum óþroskaða leik að skifta mannkyninu upp í þrjá flokka eftir því hvernig menn klæða sig og hvaða fyrirmyndir þeir hafa úr sjónvarpinu. Chocho og Nörd eru hugtök sem ég lagði á hilluna þegar ég var 14 ára. Fólk er misjafnt en ég hata það allt, feitt og mjótt, stórt og lítið. Annars er ég farinn að gera mun minni álitsmun á fólki. Ég álít það bara misjafnt en ekki mis merkilegt.
Kodak “ljótt” fólk er ekki heimskara en “fallegt” fólk og félagshæfileikar þess eru ekki minni, framkoman er kanski örlítið styrðari í fyrstu og það er feimnara en þegar þú kynnist því kemstu að því að það er ekki jafn yfirborðskennt og það “fallega” og ég hef orðið var við það að það er mun víðsýnna og skemmtilegra.
Annars tek ég ofan fyrir íslensku þjóðinni og drýp höfði. Efnishyggjann hér er hrillileg og erfitt fyrir svona stóista eins og mig að lifa hér. Við erum að drekkja okkur í óhamingju því við eigum ekki jafn flottann og nýjan bíl eins og nágranninn, ekki jafn flott föt og næsti maður, erum ekki með jafn hár tekjut og hinn, ekki jafn stórt hús og þessi o.s.fv. Ég hef hitt tvo gáfaða menn frá Afríku, þeir voru báðir mjög ánægðir með sitt og kvörtuðu ekki baun yfir ástandinu í heimalöndum sínum. Annar sagði við mig að lifa hvern dag fyrir sig.
Láta mér nægja það sem ég hefði og vera ánægður hvað sem að höndum bæri. Hann segði alltaf: “það gæti nú verið verra” þegar eitthvað slæmt henti hann. Reynum bara að brosa framann í heiminn og taka öllu sem að höndum ber með þakklæti.
Eins og Flosi Ólafsson segir alltaf eftir afa sínum: “Það er ekki til neitt betra en að fara brosandi að sofa, ja nema þá kanski að vakna hlæjandi”.
Ungur heimspekingur sem reynir í lengstu lög að forðast allar vangaveltur um lífið og tilveruna en getur ekki haldið sig frá þeim.