Þú ert ekki að vera geðveik, trúðu mér. Ég sjálfur lenti í eins flækju með stelpu sem að ég var mjög mjög ástfanginn af. Við hættum saman eftir að við komumst að því að sambandið gengi bara engann veginn upp. En svo varð það þannig að hún var alltaf hangandi með vinum mínum nánast hvern einasta dag og það böggaði mig alveg svakalega, þó svo ég vissi að henni þótti í rauninni bara gaman að eiga okkur alla sem vini. Það sem ég gerði vitlaust var svo það að ég talaði ekki um þetta tilfinningarugl mitt við neinn, heldur tók ég þetta bara allt inn á mig. Svo undir lokinn bara sprakk ég gjörsamlega (ekki skrítið, var búnað bæla þetta í mér í tvö ár). Þá sagði ég henni það bara að við gætum ekki hist lengur, allaveganna ekki næsta árið. Hún tók því ekki vel en bar því samt mjög góðan skilning. Við hittumst ekkert í meira en ár og ég taldi mig vera orðinn nokkuð góðann og stabílann, þannig að við byrjuðum að hittast aftur sem “vinir” öðru hvoru, en svo var það komið út í það að við vorum byrjuð að hanga saman nær hvern dag, ég meira að segja vaknaði oft upp við símtal frá henni þar sem hún var að reyna að draga mig út að hangsa. En svo gerðist þetta bara aftur. Þá einmitt var ég byrjaður að halda að ég væri orðinnn geðveikur (var orðinn atvinnulaus og allt í klúðri) þannig að ég fór og hitti geðlækni og bað um að fá að vera á geðdeild í viku eða svo. Þá komst ég að því að ég var sko langt frá því að vera geðveikur. Ef þú ferð inn á geðdeild þá sérðu það að þar er fólk sem á sko við alvöru vandamál að stríða, og mörg þeirra tilfinningaleg. Bara af því að lesa greinina þína þá sér maður strax að þú ert alveg 100% sane manneskja so dont you worry - berðu bara höfuðið hátt, vertu dugleg að hreyfa þig og hitta vini og bara vera nógu fokking aktív, og þegar þú rekst á gaurinn þá heilsaru honum bara eins og vinir gera, ekki gefa honum nein puppy eyes eða illt augnráð, þá fer hann bara að hafa áhyggjur og líður illa sjálfum. Þú átt eftir að hitta framtíðargaurinn þinn von bráðar - loforð. allaveganna er ég búnað vera í föstu sambandi núna í tvö ár og mér líður æðislega…….
“good things come to those who wait”