Okei, ég ætla að byrja á byrjuninni (sjálfum mér). Ég var einu sinni með stelpu, ekki lengi reyndar. Þegar hún sagði mér upp sagðist hún ekki hafa tíma fyrir sambönd, okei ég virti þá ákvörðun hennar, fínt fínt, no hard feelings. En hvað haldið þið, sólarhring seinna var hún kominn með annan :( Hvar er heiðarleikinn ?
Því veltir góður vinur minn fyrir sér þessa daganna, he just got dumped! Og af hverju var það ?
Stelpan segir að hún sé ennþá hrifin af honum og alles en sé ekki tilbúin fyrir samband, en getur ekki sagt honum ástæðuna ! Common ! Það þarf varla að taka það fram að maðurinn er í rusli !
Svo er það enn ein ráðgáta þessa heims, hvað er þetta með stelpur og vera “bara vinir” ? Mér er spurn !
Ég á eina frábæra vinkonu, hún er besta mannvera hér á jarðríki, ég hef sagt henni það oftar en einu sinni!
En málið er það að í hvert skipti sem ég minnist að einhverju leyti á samband og hvernig tilfinningar mínar í hennar garð eru þá hefur hún alltaf orð á því hvað ég sé góður vinur og þar fram eftir götunum ! Fyrst þegar hún sagðist vilja vera “vinur” minn leið mér eins og hún hefði stungið hníf í hjartað á mér og snúið honum :~( WHY ! Hvað er málið ?
Já svona er lífið, konur eru flóknari en kjarnasamruni (það er þó hægt að skilja hann!)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _