ég ætlaði bara aðeins að fá að tjá mig um samband mitt við kærastann og athuga hvort ég væri ein um að finnast þetta samband dauðvona? í dag erum við búin að vera saman í tæp tvö ár og hefur verið allt frá byrjun nokkuð erfitt(eða svo finnst mér). mér finnst hann sýna mér of lítinn áhuga, er oft upptekinn og er ALDREI rómantískur, þrátt fyrir að hann viti nákvæmlega hversu rómantísk ég er. ég hef oft gert e-ð rómantískt fyrir hann en ég virðist ekki fá mikið til baka, ég hef þó látið hann vita hvað mér finnst umþað oftar en einu sinni en það viðist ekki breyta neinu. ég hef oft íhugað að hætta með honum og meira að segja fór ég einu sinni til hans og sagði honum að þetta gengi ekki, hann varð mjög leiður en áður en ég fór vorum við byrjuð aftur saman.
svo núna um daginn átti hann afmæli og ég bauð honum út að borða og reyndi að vera soldið rómantísk og gekkþað alveg ágætlega. nema hvað, daginn eftir bíður hann mömmu sinni og pabba (ásamt mökum, þau eru skilin) í afmæliskaffi og var búinn að vera að tala um það við mig og hélt ég að sjálfsögðu að mér væri boðið. hann hringdi í mig þegar hann kom heim úr vinnunni og var bara að spjalla þetta venjulega, svo allt í einu segist hann þurfa að fara í bað og að hann muni hringja í mig á eftir. ég segi bara ok en fer að gruna að ég sé ekki boðin eftir allt. klukkutími líður, svo hálfur í viðbót og þá ákvað ég að hringja í hann. hann svarar símanum og ég spyr hvað hann hafi verið að gera, hann segist bara hafa verið að spjalla við foreldra sína. þá áttaði ég mig á því að ég var ekki boðin í afmæliskaffi kærasta míns til tveggja ára. mér var frekar brugðið og var frekar köld það sem eftir var símtalsins. þá spyr hann mig hvað sé að og eftir smá afneitun segi ég honum að mér finnist það bara skrýtið að hafa ekki verið boðin. þá segir hann \“common þetta eru bara mamma og pabbi, og auðvitað makar\”. ég spurði hann þá bara til baka hvar í ósköpunum hans maki væri eiginlega. þá varð hann bara fúll, fannst þetta asnalegt og sagðist þurfa að fara.
þrátt fyrir að mér sé nokkuð sama um að hafa misst af einhverju venjulegu og leiðinlegu fjölskylduboði þá er mér ekki sama um hugsunina á bak við þetta. ég meina ég er búin að vera lengur með honum en mamma hans með sínum kærasta. við erum nærri því búin að vera saman í tvö ár og á fólk þá ekki að vera komið inn í fjölskyldukaffiboðin,sérstaklega ef það er kærastinn sjálfur sem er að bjóða? ég bara spyr, eða er ég ein um að finnast þetta?